Amazingtours

Fjallaskíðaferð á langjökli

Með Amazingtours og Ölpunum

Í samstarfi við Alpana bjóðum við uppá fjallaskíðaferð á Langjökul helgina 27.-28. mars

Fjallaskíðaævintýri á Langjökli með reyndum leiðsögumönnum.

Jeppaferð frá Reykjavík, aprés-ski, fjallaskíðaleiðsögn, og þriggja rétta kvöldverður, gist í jöklatjöldum á Efra Nesi sveitasetri í Borgarfirði, morgunverður og slökun í Krauma.

Verð: 49.600* kr. á mann

Ferðin hentar byrjendum og lengra komnum sem eru jafnframt í þokkalega góðu formi.

Þeim sem að hafa ekki stigið á fjallaskíði býðst kynning í verslun Alpanna eina kvöldstund fyrir ferð.

Laugardagur: Við leggjum snemma af stað á jeppa sem leið liggur upp í Borgarfjörð gegnum Húsafell og uppí Jaka. Gengið verður í línu upp jökulinn þar sem að hásléttan er í 1200 metra hæð og útsýni í allar áttir.

Ef veður leyfir er Geitlandsjökull toppaður sem er 200 metrum hærri eða 1400 metra hár.

Útsýnið af Geitlandsjökli er stórfenglegt, til dæmis Snæfellsjökull, Hofsjökull, Kerlingarfjöll, Hekla og Eyjafjallajökull. Skíðað er niður svipaða leið og gengin var upp jökulinn. (Hægt er að skíða brattari leið sem að liggur frá toppnum og beint niður í Kaldadal en það er aðeins gert með mjög vanan hóp).
Komið niður í byggð seinnipartinn og endað á sveitasetrinu Efranesi þar sem boðið verður uppá après-ski, kvöldverð og gist verður í tjöldum.

Sunnudagur: Það er ekkert betra enn að vakna í tjaldi. Staðgóður morgunveður í Fjósinu áður en farið er af stað í bæinn með viðkomu í Krauma. Áætlað að vera komin til baka Reykjavíkur um miðjan dag.

Nauðsynlegur búnaður: Fjallaskíði, skinn, fjallaskíðaskór, broddar undir skíðin, göngubelti eða klifurbelti, karabína og heilaga þrenningin sem að inniheldur skóflu, snjóflóðaýlir og snjóflóðastöng. Viðeigandi fatnaður, sundföt, handklæði og Nesti fyrir daginn.

*Við áskiljum okkur rétt á að afbóka ferð ef lágmarksþáttaka næst ekki.

Drykkir eru seldir á staðnum.

BÓKA FERÐ / PÖNTUN

Sendu okkur fyrispurn um þessa ferð
Nafn
Vinsamlega setjið inn nafn
Vinsamlega setjið inn nafn
Kennitala:
Vinsamlega setjið inn kennitölu
Vinsamlega setjið inn kennitölu
Netfang
Vinsamlega setjið inn netfang
Vinsamlega setjið inn netfang
Simanúmer
Vinsamlega setjið inn símanúmer
Vinsamlega setjið inn símanúmer
Skilaboð / Annað sem þú vilt taka fram...
Field is required!
Field is required!
Dagsetning ferðar:
27. - 28. mars 2021
Field is required!
Field is required!
Veldu farþegafjölda
Verð kr. 49.600 per aðila.
-
+
Field is required!
Field is required!
Til greiðslu kr. 0.000
Field is required!
Field is required!

Eftir pöntun munum við senda þér staðfestingu og greiðsluupplýsingar.

Vinsamlega athugið að þessi ferð er háð veðri, sem getur breyst án fyrirvara.

Ertu með spurningar um ferðina?

Ekki hika við að hringja í okkur eða senda okkur póst ef þú hefur áhuga á að vita nánar um þessa ferð, eða annað sem þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um.