Amazingtours

Grænihryggur – Jökulgil

Ferðalýsing

Kæru vinir, okkur langar að bjóða ykkur tækifæri til að upplifa hin stórkostlegu Jökulgil og hinn magnaða Grænahrygg við rætur Torfajökuls.

Laugardaginn 26 September leggjum við af stað frá Olís við Rauðavatn í Reykjavík kl. 07 að morgni. Þaðan keyrum við að Landvegamótum og áfram upp land fram hjá Heklu og inn Dómadalsleið inn að Kirkjufellsvatni norðan við Landmannalaugar. Þar stígum við úr bílnum og göngu rúmlega 8 km leið inn að Grænahrygg.

Við bjóðum þessa ferð á 14.000 kr á mann. Innifalið er akstur til og frá svæði og leiðsögn um svæðið.

Leiðin liggur yfir hálsinn austan við Jökulgilin og flokkast sem meðal-erfið ganga. Samansöfnuð hækkun og lækkun á leiðinni er um 1.000 m. Á leiðinni höfum við yfirsýn yfir Jökulgilin sem eru er undraheimur út af fyrir sig, samspil lita og forma sem væru næg ástæða til að leggja á sig ferðalagið.

Ferðin er því dálítið á fótinn en vel þess virði að legga það á sig til að upplifa þetta magnaða náttúrufyrirbrigði. Eftir að hafa notið þess að sjá þetta magnaða fyrirbæri höldum við til baka, sömu leið.

Á bakaleiðinni komum við við í Landmannalaugum þar sem gestum gefst færi á að skoða sig um eða skella sér í heitu laugarnar áður en haldið er til baka til Reykjavíkur.

Þú þarft að vera í þokkalegu gönguformi til þess að njóta þessarar ferðar. Gott er að vera með göngustafi og léttan bakpoka fyrir nesti. Góðir gönguskór eru nauðsynlegir.

Áætluð heimkoma er um klukkan 20.

Við munum notast við Mercedes Sprinter fjallatrukka sem taka 17 manns í sæti.
Við munum þó aðeins bjóða 16 sæti í bíl.

BÓKA FERÐ / PÖNTUN

Sendu okkur fyrispurn um þessa ferð
Nafn
Vinsamlega setjið inn nafn
Vinsamlega setjið inn nafn
Kennitala:
Vinsamlega setjið inn kennitölu
Vinsamlega setjið inn kennitölu
Netfang
Vinsamlega setjið inn netfang
Vinsamlega setjið inn netfang
Simanúmer
Vinsamlega setjið inn símanúmer
Vinsamlega setjið inn símanúmer
Skilaboð / Annað sem þú vilt taka fram...
Field is required!
Field is required!
Dagsetning
26.09.2021
Field is required!
Field is required!
Olís við Rauðavatn kl. 07:00
Field is required!
Field is required!
Veldu farþegafjölda
Verð kr. 14.000 per aðila.
-
+
Field is required!
Field is required!
Til greiðslu kr. 0.000
Field is required!
Field is required!

Eftir pöntun munum við senda þér staðfestingu og greiðsluupplýsingar.

Vinsamlega athugið að þessi ferð er háð veðri, sem getur breyst án fyrirvara.

Ertu með spurningar um ferðina?

Ekki hika við að hringja í okkur eða senda okkur póst ef þú hefur áhuga á að vita nánar um þessa ferð, eða annað sem þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um.